Aðstandendur

Áhrif spilavanda á fjölskyldur og ástvini

Kannast þú við eitthvað af eftirfarandi?

  • Eru rukkarar sífellt á eftir þér og/eða innheimtubréf að berast?
  • Er viðkomandi oft að heiman í langan tíma án skýringa?
  • Missir viðkomandi úr vinnu vegna fjárhættuspila?
  • Finnst þér að ekki sé hægt að treysta viðkomandi fyrir peningum?
  • Heitir viðkomandi því staðfastlega að hætta fjárhættuspili og sárbiður um annað tækifæri en byrjar samt aftur og aftur að stunda fjárhættuspil?
  • Spilar viðkomandi lengur en til til stóð, eða þar til síðasti peningurinn er búinn?
  • Fer viðkomandi strax aftur að spila, við fyrsta tækifæri, til vinna til baka tap eða til að vinna meira?
  • Spilar viðkomandi til að leysa fjárhagserfiðleika eða hefur óraunhæfar væntingar um hvað fjárhættuspil  gætu aukið á lífsgæði fjölskyldunnar ?
  • Fær viðkomandi lánaða peninga til að stunda fjárhættuspil eða til að borga spilaskuldir?
  • Hefur mannorð viðkomandi beðið hnekki vegna fjárhættuspila? Hefur viðkomandi jafnvel gengið svo langt að brjóta lög til að fjármagna fjárhættuspil sín?
  • Hefur komið til þess að þú felir peninga sem þarf til framfærslu, vitandi að annars kynni þig og aðra í fjölskyldunni að skorta fæði og klæði?
  • Leitar þú i  fötum eða í veski viðkomandi þegar færi gefst?
  • Felur viðkomandi peninga sína?
  • Hefur þú tekið eftir persónuleikabreytingu hjá viðkomandi eftir því sem spilafíkn hans eða hennar ágerist?
  • Lýgur viðkomandi stundum blákalt, forðast allar umræður um skuldir sínar eða neitar að viðurkenna ástandið?
  • Reynir viðkomandi að koma inn hjá þér sektarkennd til að varpa ábyrgðinni á spilafíkn sinni á þig?
  • Reynir þú að sjá skapbreytingar viðkomandi fyrir eða hafa stjórn á lífi hans eða hennar?
  • Þjáist viðkomandi af eftirsjá eða þunglyndi eftir fjárhættuspil, eða jafnvel að viðkomandi vilji skaða sjálfan sig?
  • Hefur þú staðið þig að eða jafnvel hótað skilnaði, henda viðkomandi út af heimilinu eða slíta á öll samskipti vegna spilavanda viðkomandi?
  • Upplifir þú að hafa viðkomandi í lífi þínu helst líkjast martröð?

Ef eitthvað af þessum atriðum eiga við í þínu lífi legg ég til að þú kynnir þér fjölskyldunámskeið, sjá hér að neðan,  sem er í boði fyrir aðstandendur einstaklinga sem eiga við spilavanda að etja. ​

Hægt að bóka fjölskylduviðtal hjá spilafíklaráðgjafa
Á þessu fjölskyldunámskeiði fær fólk fræðslu um sjúkdóminn spilafíkn, hvernig hægt er að bregðast við og hvernig hægt er að minnka skaða af völdum spilafíknar á líf og líðan fjölskyldu spilafíkils. Hvernig áhrif spilafíkn einstaklings hefur á allt umhverfi hans, þar með talin fjölskylda, vinir og aðrir sem eru í samskiptum við hann.

Smelltu hér til að bóka fjölskylduviðtal hjá spilafíklaráðgjafa

Fjölskyldunámskeið

  • Fræðsla og úrræði
  • Hvað er hægt að gera ef fjölskyldumeðlimur á við spilavanda að etja?
  • Hvað er spilafíkn?
  • Hvernig lýsir spilafíkn sér?
  • Hverjar eru afleiðingar spilafíknar?
  • Þróun spilafíknar – á einstaklinginn og fjölskyldu?
  • Hvernig er hægt að aðstoða spilafíkil eða einstakling sem haldinn er spilavanda?
  • Fjárhagslegar afleiðingar spilavanda/spilafíknar?
  • Hvað er meðvirkni?

Á þessu fjölskyldunámskeiði fær fólk fræðslu um sjúkdóminn spilafíkn, hvernig hægt er að bregðast við og hvernig hægt er að minnka skaða af völdum spilafíknar á líf og líðan fjölskyldu spilafíkils. Hvernig áhrif spilafíkn einstaklings hefur á allt umhverfi hans, fjölskyldu, vini og aðra sem eru í samskiptum við hann.

Einnig verða tvisvar sinnum umræðuhópar.  í umræðuhópunum gefst fólki tækifæri á að tala um upplifun sína af námskeiðinu og hvernig fólki gengur að tileinka sér upplýsingar og fræðslu af námskeiðinu í sinu daglega lífi.

Alma Hafsteins spilafíklaráðgjafi og fjölskyldumarkþjálfi fer yfir sjúkdóminn og útskýrir spilafíkn. Áhrif spilafíknar á aðstandendur og umhverfi virks spilafíkils. 

Hægt er að senda tölvupóst á alma@spilavandi.is til að skrá sig og/eða fá nánari upplýsingar. 

Fjárhagsvandræði / Peningavandmál
Algengustu afleiðingar spilavanda eru tap á peningum. Sparnaður, eignir eða hlutir geta skyndilega tapast. Að búa við slíkt fjárhagslegt óöryggi getur orsakað reiði, hræðslu og vantraust hjá fjölskyldu einstaklings sem glímir við spilavanda. Ástvinir upplifa einnig oft að þeir hafi verið sviknir og lífsgæði þeirra þ.e. efnisleg eru verulega skert.

Tilfinningaleg vandamál og einangrun
Ástvinir spilafíkils upplifa allskonar tilfinningar. Þar má nefna skömm, hræðslu, reiði, ráðaleysi, vanmátt og vantraust. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar en aðstoða ekki aðstandendur við að leysa málin eða finna lausn á vandanum. Spilafíkilinn jafnvel neitar að þessi vandamál séu til staðar og reynir að draga úr upplifun ástvina og/eða jafnvel fær ástvini til að efast um eigin upplifanir, líðan og tilfinningar. Einangrun er mjög þekkt meðal aðstandenda. Þeir reyna að hlífa sjálfum sér fyrir óþægilegum aðstæðum eins og t.d. að hitta vini og fjölskyldur. Jafnvel eru fjármál fjölskyldunar orðin það slæm að það er farið að hafa áhrif á félagslega stöðu. Aðstandendur forðast að vera í nánum samskiptum og jafnvel verða vinslit sökum fjárhagslegra skuldbindinga sem ekki hefur verið staðið við vegna spilafíkils. Þetta orskar að erfiðara er fyrir aðstandendur að leita sér aðstoðar og þiggja þá hjálp sem í boði er. Oft á tíðum áttar aðstandandinn sig ekki á raunstöðu og skilur ekki neitt í neinu.

Líkamleg og andleg heilsa
Streitan og álagið sem fylgir að búa með spilafíkli eða við spilavanda getur haft slæm áhrif á heilsu bæði spilafíkilsins og þeirra sem standa honum nærri. Algengustu kvillar sem hrjá aðstandendur eru kvíði, þunglyndi og álags tengd vandamál eins og svefnleysi, einbeitingarskortur, höfuðverkir, vöðvabólga og skapsveiflur.​

Burnout
Margar fjölskyldur sem búa við mikið álag og streitu eiga erfitt með að lifa heilbrigðu og eðlilegu fjölskyldulífi. Einn fjölskyldumeðlimur reynir að hafa stjórn á öllu og tekur þar af leiðandi á sig meiri ábyrgð en heilbrigt og eðlilegt er. Þetta leiðir oft til svo kallaðs „Burnout“ þ.e. að fólk brennur yfir og getur ekki meir. Oftar en ekki gleymir fólk að sinna sjálfu sér og sínum þörfum og einblínir á spilafíkilinn og hans vandamál.

Líkamleg og andleg misnotkun
Ofbeldi innan fjölskyldu þar sem fíkill býr og/eða er mjög reglulega er er mjög þekkt. Spilavandi einstaklings getur leitt til  andlegs og/eða líkamlegs ofbeldis gegn maka, börnum og foreldrum.  ​

Smelltu hér til að bóka tíma hjá spilafíklaráðgjafa