Alma Hafsteins
Spilafíklaráðgjafi og fjölskyldumarkþjálfi
Ég starfa sem spilafíklaráðgjafi og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu og áherslu á spílafíkn, ásamt fjölskylduráðgjöf.
Stýri hlaðvarpinu Spilavandi sem fjallar um spilafíkn. Í hlaðvarpinu er rætt við einstaklinga sem segja reynslusögur sínar, aðstandendur og innlenda og erlenda sérfræðinga sem hafa þekkingu, menntun eða reynslu af spilafíkn.
Starfaði um árabil hjá Reykjavíkurborg sem verkefnastjóri ásamt því að hafa starfað sjálfstætt. Ég hef áralanga reynslu af spilafíkn, afleiðingum hennar og áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og vinnuveitendur.
Ég lauk viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Háskólanum í Reykjavik 2008, lauk námi sem alþjóðlega vottaður spilafíklaráðgjafi 2021, lauk námi við The Addictions Academy í Certified Gambling Addiction Coach (NCGAC) og Certified Recovery Family Coach (NCRFC) árið 2017 og er í sálfræðinámi samhliða starfi mínu sem spilafíklaráðgjafi.
Sérstakar áherslur: Spilafíkn / spilavandi, ráðgjöf og fjölskyldunámskeið fyrir aðstandendur einstaklinga sem eiga við spilavanda að etja.
Er einnig með fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir um spilafíkn og málefni þeim tengdum.