Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn af hugsunum um fjárhættuspilum og hugsar um leiðir til þess að spila áfram og/eða leggja undir, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur aðeins fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætast oft miklir fjárhagslegir erfiðleikar og í versta falli gjaldþrot. Skaðlegar afleiðingar spilafíknar eru vel þekktar og bitna ekki aðeins á fíklinum sjálfum heldur einnig á fjölskyldu hans og samfélaginu öllu. Ýmsar skaðlegar afleiðingar spilavanda eru þekktar, svo sem: kvíði, þunglyndi, slæmt heilsufar, slök frammistaða í starfi, fjarvera frá vinnu, atvinnumissir, fjárhagslegir erfiðleikar, skuldasöfnun, eignatap, gjaldþrot, fjölskylda vanrækt, skilnaðir, heimilisofbeldi og sjálfsvig.
One comment for “Hvað er spilafíkn?”
Höfundur athugasemdar í WordPress
Hi, this is a comment.
To get started with moderating, editing, and deleting comments, please visit the Comments screen in the dashboard.
Commenter avatars come from Gravatar.