Spilafíkn

Spurt & svarað frá lesendum

Sæl Alma  Mig lang­ar að for­vitn­ast varðandi mann­inn minn en í hrun­inu misst­um við allt. Þá hafði hann verið að fjár­festa í alls kon­ar verk­efn­um, hluta­bréf­um og gjald­eyri. Vand­inn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjár­magnað með skuld­um og við misst­um allt okk­ar. Það sem veld­ur mér áhyggj­um núna er að hann er byrjaður aft­ur. Þ.e. […]

Spurt & svarað

Er spilafíkn sjúkdómur? Já. Á Íslandi er gjarnan notað hugtakið spilafíkn í dag. Sálfræðingar hafa gjarnan rætt um spilaáráttu. Árið 1980 var spilafíkn samþykkt í Bandaríkjunum sem sjúkdómur og þá undir nafninu “Sjúkleg fjárhættuspilamennska” (Pathological gambling). Getur einstaklingur sem misst hefur stjórn á spilamennsku sinni náð stjórn aftur? Nei því miður – Það er reynsla okkar sem þekkjum til að […]

Um fjárhættuspil

Einstaklingur er að stunda fjárhættuspil þegar lagt er undir peninga eða eigur og útkoman er óviss þ.e. er háð líkum. Aukning fjárhættuspils á Íslandi er gríðarleg og vandamál tengd fjárhættuspilum hafa aukist. Margir tengja fjárhættuspil eingöngu við spilavíti og póker en svo er ekki. Það er margar leiðir til að stunda fjárhættuspil t.d.: * Lottó * Póker, bæði á netinu […]

Hvað er spilafíkn?

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn af hugsunum um fjárhættuspilum og hugsar um leiðir til þess að spila áfram og/eða leggja undir, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur aðeins fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætast oft […]

Átt þú við spilavanda að etja?

Það er til lausn við spilavanda/spilafíkn Ef þú átt við spilavanda að etja eða einhver nákomin þér þá er til lausn. Hafðu samband og fáðu aðstoð. Að vera spilafíkill er ekkert til að skammast sín fyrir. Spilafíklar geta fundist alls staðar í þjóðfélaginu og skera sig ekki úr fjöldanum. Spilafíkn fer ekki í manngreinaálit, hefur ekkert með greind, aldur, kyn, […]